logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Um safnið

Starfsemi og þjónusta almenningsbókasafna byggir fyrst og fremst á starfsfólki, þekkingu þess, færni og reynslu.

Bókasafn Mosfellsbæjar er menningarmiðja bæjarins og gegnir hlutverki þriðja staðarins: rými sem hvorki er vinna/skóli né heimili. Starfsmenn safnsins eru meðvitaðir um að þörfina á að almenningur eigi athvarf í bókasafninu og geti nýtt sér og notið þjónustu þess. Allir eru velkomnir í bókasafnið og leitast við að bregðast við þörfum um fræðslu og þjónustu. Starfsmenn safnsins hafa í huga gildi Mosfellsbæjar - virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju.

Listasalur Mosfellsbæjar er hluti af starfsemi Bókasafns Mosfellsbæjar. Listasalur Mosfellsbæjar leitast eftir því að vera eftirsóttur vettvangur til að sýna myndlist jafnt helstu listamanna landsins sem og hæfileikaríks áhugafólks og að bæjarbúar leiti þangað til að njóta listar og menningar.

Bókasafn Mosfellsbæjar heyrir undir menningar- og lýðræðisnefnd bæjarins. Bókasafnið starfar samkvæmt bókasafnalögum  frá 2012 og stefnu bæjarins í menningarmálum.

Bókasafn Mosfellsbæjar er staðsett í Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Gott aðgengi er að húsnæðinu fyrir fólk í hjólastólum.

 

 

Loftmynd - bókasafn

 

 

Safnefni, útlán og bókasafnsskírteini

Fjölbreytt safnefni er í bókasafninu fyrir alla aldurshópa og er flest til útláns.
Bókasafn Mosfellsbæjar er með sérstaka samninga við Borgarbókasafn um aðgang að safnkosti þess fyrir Mosfellinga og millisafnalán.

Til þess að fá aðgang að safnkostinum þarf bókasafnsskírteini. Skírteinið fæst endurgjaldslaust fyrir börn upp að 18 ára aldri og eldriborgara. Aðrir greiða 1.850 fyrir árskort.  Frá 9. ágúst 2017 eru skírteini endurgjaldslaus fyrir alla Mosfellinga. Handhafar skírteinis geta fengið að láni bækur, hljóðbækur, tímarit, tónlistardiska og kvikmyndir.

Aðstaða fyrir safngesti

Dagblöðin er hægt að lesa á safninu, svo og það safnefni sem ekki er lánað út.
Safngestir geta fengið sér kaffibolla í boði safnsins meðan þeir tylla sér niður, kíkja í blöð og bækur, eða spjalla.
Þráðlaust net er í safninu og því hægt að komast á netið með eigin fartölvum. Einnig er hægt að fá aðgang að Internettengdum tölvum í eigu safnsins.

Ekki er lestrarsalur fyrir námsfólk í safninu. Námsfólk getur fengið aðstöðu í hliðarrými Bókasafnsins (Fiskabúr) til lærdóms ef það er ekki bókað vegna funda eða námskeiða.
Önnur aðstaða er ætluð almenningi.

Samstarf við skóla bæjarins

Náið og gott samstarf er við leik- og grunnskóla bæjarins. Bókasafnið stendur fyrir sögustundum í samstarfi við leikskólana og býður upp á leiksýningar. Öll börn í Mosfellsbæ eru að sjálfsögðu velkomin velkomin á þessa viðburði. Grunnskólanemar koma í safnfræðslu og á bókmennta-/rithöfundakynningar.
Menningartengdir viðburðir

Ungum og öldnum er boðið upp á fjölbreytta menningartengda viðburði og fræðslufundi á vegum bæjarins og félagasamtaka.
Bókasafnið stendur fyrir ýmsum menningartengdum viðburðum, ýmist eitt og sér eða í samvinnu við stofnanir bæjarins og einstaklinga. Af og til er safnið lánað undir menningarviðburði sem aðrir standa fyrir.

Listasalur Mosfellsbæjar er í hjarta bæjarins, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.
Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á sviðinu. Einnig er salurinn nýttur fyrir ýmsa viðburði eins og tónleika, fyrirlestra og fundi. Listasalur Mosfellsbæjar hefur það að leiðarljósi að vera virkur samkomustaður fyrir Mosfellinga og aðra gesti, bjóða upp á fjölbreyttar sýningar listamanna og vinna þannig að framþróun myndlistar á Íslandi. 

Salurinn er rekinn af Mosfellsbæ og hefur verið starfræktur frá 2005. Hann er opinn á afgreiðslutíma Bókasafnsins og er gengið inn í salinn úr safninu. Salurinn er um 80 fm2 að stærð og honum fylgir eldhúsaðstaða með vaski og ísskáp, aðgengi að fatahengi og salerni. Einnig geta fylgt salnum borð og 75 stólar. Skjávarpi er í salnum og sýningartjald. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla.
Listasalur Mosfellsbæjar
Þverholt 2
270 Mosfellsbær

S: 566 6822
Netfang: listasalur@mos.is
www.bokmos.is/listasalur
www.facebook.com/listasalurmoso

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira