logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Unglingar


Bókasafnið býður ungt fólk velkomið í safnið!
Safnkostur er fjölbreyttur og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars eru í boði ýmsir bókaflokkar, bæði á íslensku og öðrum tungumálum. Við kaupum nánast allar íslenskar unglingabækur, eigum einnig hljóðbækur, myndasögur, kvikmyndir, tónlistardiska og tímarit ýmiss konar. 

Allgott úrval er af bókum fyrir byrjendur og lengra komna í ensku og dönsku. Við eigum auk þess bækur á sænsku, norsku og færeysku.

Þú finnur allt efni safnsins á leitir.is   og allt það nýjasta í unglingahorni má finna undir flipanum Nýtt.

Í unglingahorni er aðstaða og efni fyrir unglinga, meðal annars skáldsögur á íslensku, ensku og fleiri tungumálum, tímarit, Manga bækur og fleiri erlendar myndasögur.

 

Bókasafnið er með gott framboð af erlendum bókum. Hægt er að sjá á baksíðu sumra þeirra hvort bók er fyrir byrjendur eða lengra komna. Hljóðbók fylgir með nokkrum þeirra.  Bókasafnið er líka með gott úrval af fræðslubókum.

               Vi Unge                            


Þessi tímarit koma ekki lengur út en eigum síðustu tölublöðin.

    Hvellur   

       

  

 

   

 
Barnagetraun Bókasafnsins hefur fest sig tryggilega í sessi. Yfir vetrartímann er í hverjum mánuði boðið upp á getraun sem gestum býðst að spreyta sig á. Þátttökuseðlar liggja frammi í barnadeild og er einn heppinn vinningshafi verðlaunaður í hverjum mánuði.

Sumarlestur er lestrarátak safnsins yfir sumartímann. Markmiðið með átakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu og viðhalda þannig og auka við lestrarfærni sína. Skráning í Sumarlesturinn fer fram í byrjun sumars. Þátttakendum stendur til boða að fylla út bókaumsagnir fyrir þær bækur sem þeir lesa og skila í Bókasafnið. Heppnir þátttakendur eru verðlaunaðir vikulega á meðan á Sumarlestrinum stendur. Átakinu lýkur með uppskeruhátíð í lok sumars þar sem við gerum okkur glaðan dag og fögnum frábærum árangri þátttakenda.

Allar nánari upplýsingar um Sumarlesturinn verða aðgengilegar á heimasíðu safnsins í byrjun sumars.

 

 

Við  bjóðum alla hópa velkomna í Bókasafn Mosfellsbæjar. Almennar heimsóknir taka að jafnaði 30-40 mínútur en geta verið styttri eða lengri eftir samkomulagi.

Mikilvægt er að umsjónarmenn hópa hafi samband áður en komið er í safnið svo hægt sé að forðast árekstra við aðra hópa eða dagskrá í safninu.

Fatahengi fyrir gesti er inn af netkaffi safnsins.

 


Sögustundir: Yfir vetrartímann eru í boði mánaðarlegar sögustundir seinni hluta dags.

Vetrarleyfi grunnskólanna: Bókasafnið býður grunnskólanema sérstaklega velkomna með skemmtilegum viðburðum í vetrarleyfinu.

Bókmenntahlaðborð barnanna: Rithöfundar koma í heimsókn fyrir jól og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Safnanótt: Bókasafnið er opið fram eftir kvöldi og ýmsar spennandi uppákomur fyrir börn í boði.

Ritsmiðja: Í byrjun sumars býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára að taka þátt í ritsmiðju.

Sumarlestur: Yfir sumarmánuðina stendur Bókasafnið fyrir lestrarátaki sem lýkur með uppskeruhátíð.

Leiksýning: Í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, býður Bókasafnið elstu árgöngum í leikskólum bæjarins á leiksýningu.

 

Við hvetjum gesti til að fylgjast einnig með   Facebook síðu Bókasafnsins með nýjustu upplýsingum um viðburði.


 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira