logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Aðstaða

 

Safngestir geta fengið sér kaffibolla í boði safnsins meðan þeir tylla sér niður, kíkja í blöð og bækur, eða spjalla.
Þráðlaust net er í safninu og því hægt að komast á netið með eigin fartölvum.

 

 

Ekki er lestrarsalur fyrir námsfólk í safninu, en  námsfólk getur fengið aðstöðu í hliðarrými Bókasafnsins (Fiskabúr) til lærdóms ef það er ekki bókað vegna funda eða námskeiða.
Önnur aðstaða er ætluð almenningi. Stundum er útbúin tímabundin aðstaða í fyrir grunnskólanema vegna ritgerðaverkefna í samvinnu við skólana.

Í hliðarrými Bókasafnsins (Fiskabúr) er aðstaða til að halda fundi og minni námskeið.  Jafnframt er Listasalur lánaður út til fundarhalda ef sýningarhald leyfir.

Í Bókasafninu er svokallaður heitur reitur (þráðlaust net).
Viðskiptavinir safnsins geta ýmist komið með sínar eigin tölvur og tengst Internetinu gjaldfrítt eða fengið aðgang að sérstökum tölvum í eigu safnsins.

Viðskiptavinum safnsins, 15 ára og eldri, er heimill aðgangur að Internettengdum tölvum safnsins í allt að 60 mínútur í senn gjaldfrítt.
Boðið er upp á aðgang að skanna og einnig er hægt að prenta gegn gjaldi skv. gjaldskrá

Ein leitartölva fyrir almenning er tengd beint við leitarvefinn    leitir.is

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira