logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sýningaropnun / Áhrifavaldur = shinrin yoku

18/03/2023

Rósa er að mestu sjálfmenntuð í myndlist en stundaði nám í Myndlistarskóla Kópavogs um nokkurt skeið og hefur sótt þau námskeið sem Vatnslitafélag Íslands hefur staðið fyrir, sem erlendir listamenn hafa leitt. Hún er bókasafnsfræðingur og hefur notað bækur mikið til að fræðast um listina og listamenn. Sem jógakennari hefur hugleiðsla og einbeiting hjálpað henni að leyfa hugmyndum og litum að flæða saman. Rósa hefur heillast af vatnslitum og þeirra einstaka krafti til að flæða og taka völdin.
Nærvera náttúrunnar í Mosfellsbæ og ekki síst bæjarlækurinn Varmá með allan sinn gróður svo og návistin við Reykjalundarskóg hefur eflt hana og listsköpun hennar. Hún leitar í náttúruna og ekki síst skóginn og fær þaðan innblástur og sköpunarkraftinn í verkin sín.

Áhrifavaldur = Shinrin Yoku
Nafn sýningarinnar ber þess merki að mikill áhrifavaldur í lífi listamannsins er náttúran og skógurinn. Uppgötvun Rósu að skógarganga og viðvera í skóginum væri vísindagrein sem japanskir vísindamenn hafa mælt og rannsakað studdi það sem hún hefur lengi vitað, að skógarganga og nærvera við tré hefur heilandi áhrif á hvern þann sem þangað leitar. Þetta er Shinrin Yoku eða skógarböð.
Rannsóknir sýna að dvöl í skóginum lækkar stresshormón og blóðþrýsting, veitir vellíðan og bætir svefngæði. Hver trjátegund hefur sína ilmkjarnaolíu sem hefur mismunandi virkni fyrir líkama og sál. Hægt er að nota ilmkjarnaolíur til að skapa þetta nærandi umhverfi heima við.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira