logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sögustund - Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn

30/05/2023

Í síðustu sögustund vetrarins fáum við til okkar góða gesti. María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir koma í safnið og lesa nýju bókina sína Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn.

Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndaraflið er með í för! Íslenskur mói getur breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrum vinanna í lok dags.

Bókin er sú fyrsta um Úlf og Ylfu sem lesendur eiga eftir að kynnast nánar í framtíðinni. Bókaflokknum er ætlað að fagna fjölbreytileikanum með því að sýna hann í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka.

Öll velkomin!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira