logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar

25/11/2023
Bókasafn Mosfellsbæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið þann 25. nóvember og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.

Lestrarstundir með hundi reynast börnum vel og ekki síst þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn gagnrýnir ekki barnið á meðan á lestrinum stendur, hjálpar því að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er.
Tveir hundar verða á staðnum og komast sex börn að í hvert skipti. Hvert barn fær að lesa fyrir hundinn í 15 mínútur. Hundarnir og eigendur þeirra hafa fengið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu.

Bóka þarf tíma fyrirfram fyrir börnin með því að senda tölvupóst á evadogg@mos.is. Tímar sem eru í boði: 12:30, 12:50 og 13:10.
Gott er að barnið hafi valið sér texta til að lesa fyrir lestrarstundina.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira