logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Viðloðun | Hye Joung Park

25/05/2024

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Viðloðun eftir Hye Joung Park.

Á sýningunni varpar Hye Joung Park upp hugrænni mynd af tilverunni í hnattrænum heimi, þar sem rými og tímaskynjun nútímamanna er sundurliðuð með fjarlægð, en á sama tíma tengd. Hye Joung býður gestum sýningarinnar að upplifa tíma og rými sem loða við verkin.

Hye Joung Park er fædd í Suður-Kóreu og kom til Íslands í fyrsta sinn sem skiptinemi árið 1997, þá 19 ára gömul. Hrifning hennar af Íslandi og myndlist mótaði fullorðinsár hennar og hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og MFA gráðu frá Slade School of Art árið 2009.

Sýningin stendur til 21. júní.

Léttar veitingar í boði á opnunardegi.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira