logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar

04/06/2024

Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í bókasafninu í sumar. Markmiðið með Sumarlestrinum er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana.

Í ár mun safnið taka þátt í sameiginlegu sumarlestursátaki almenningsbókasafna. Um er að ræða stórt veggspjald líkt og í fyrra en hægt verður að safna límmiðum á spjaldið með því að takast á við lestraráskoranir. Ekki nóg með að spjaldið sé skemmtileg skreyting þá má einnig nota það sem borðspil og munu límmiðarnir bæta við spilið sem verður þá enn skemmtilegra með hverjum límmiðanum sem barnið safnar. Einnig munum við efna til vikulegs happdrættis yfir sumarmánuðina og höldum að sjálfsögðu uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með heimasíðu og Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur sumri þar sem nálgast má frekari upplýsingar um Sumarlesturinn.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Borgarbókasafns
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira