logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Myndasögusmiðja fyrir 10-12 ára í Bókasafni Mosfellsbæjar

11/06/2024

Þriggja daga myndasögusmiðja fyrir 10-12 ára (2011-2013) fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar dagana 11.-13. júní kl. 9:30-12.

Hefur þú gaman af allskonar týpum? Flest okkar hafa sett upp grettu, fýlu eða gleðibros fyrir myndavélina, en hvernig teiknum við þessi ólíku svipbrigði? Í myndasögusmiðjunni skapa þátttakakendur sínar eigin myndasögupersónur frá grunni og læra að breyta hversdaglegum hlutum í stórskemmtilegar persónur.

Smiðjustjóri er Vilborg Bjarkadóttir, myndlistarkennari.

Smiðjan er ókeypis og er allt efni innfalið. Skráning er nauðsynleg og fer fram í gegnum sumarfrístundarvef Völu - sumar.vala.is.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira