logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sýningaropnun | Smávægilegar endurfæðingar - 9. ágúst kl. 16-18

09/08/2024
Sýningaropnun

Listasalur Mosfellsbæjar býður ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Smávægilegar endurfæðingar eftir Ólöfu Björg Björnsdóttur föstudaginn 9. ágúst kl. 16-18.

Sýningin Smávægilegar endurfæðingar er unnin á þriggja ára tímabili. Verkin eru myndræn ljóð af upplifun Ólafar frá flutningi í Álafoss verksmiðjuna við Varmá í Mosfellsbæ. Verkin eiga að sýna það ástand þegar sköpunarflæðið nær hápunkti.
Flæðið er mismunandi og getur verið flókið að tengja það við ákveðnar tilfinningar eða hlutbundin form. Tilfinningar og sjálfsþroski er Ólöfu hugleikið efni ásamt náttúruelementunum sem birtast á ýmsan hátt í verkum hennar. Hér gerir Ólöf Björg tilraun til að tjá tilfinningalífið hvort sem það er augljóst eða órætt. Myrkur og birta blandast saman og mynda ákveðin hráleika á striganum.
Ólöf Björg Björnsdóttir (f.1973) útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001 og lauk einnig námi í listkennslu árið 2007. Hún hefur einnig lagt stund á heimspekinám og sótt „shamanísk“ námskeið hjá suður-amerískum og nepölskum seiðmönnum.

Sýningaropnun er milli kl 16-18 þann 9. ágúst.



Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira