logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Please Revolt | Magga Eddudóttir

14.09.2024 14:00
Verið hjartanlega velkomin á sýningaropnun 14. september milli kl 14-16.
Sýningin ber titilinn Vinsamlegast gerðu uppreisn (e. Please Revolt). Hugvekjan að titlinum kom til eftir lestur greinar eftir Lóu Hjálmtýsdóttur sem ber heitið Lágkúruleg illska. Þar er að finna mikilvæga áminningu um ábyrgð okkar sem manneskjur að standa vörð um mannréttindi og vernd barna hvar í heiminum sem þau eru fædd. Eftir síðari heimsstyrjöldina hrópaði heimurinn "Aldrei aftur!" og í gegnum tíðina höfum við oft velt því fyrir okkur hvað við hefðum gert þegar allt ofbeldi síðari heimstyrjaldarinnar reið yfir. Núna er sú staða komin upp.

En þvert á þetta vonleysi og óréttlæti má finna falleg öfl að verki í samtakamættinum og ástinni, sem hefur fengið að blómstra á þessum myrkustu ögurstundum. Saman getum við breytt heiminum til hins betra. Við getum gert margt ef við stöndum saman gegn kúgun og órétti.

Magga Eddudóttir hefur síðustu ár unnið mikið með hugmyndir og tilfinningar sem tengjast frelsi og hefur málstaður Palestínu átt hug hennar allan undan farið ár.

Mjúkar línur og pastel litapalleta hafa verið einkennandi í verkum hennar. Fígurúr eru ýmist að vernda eða að gefa af sér og er þunn lína milli þess að vera manneskja eða aðeins tilfinning. Nýverið hefur Magga gert tilraunir með keramik í bland við textíl og frauð.

Sýningin stendur til og með 11. október.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira