Krakka Macramé - Regnbogar og lauf
25.10.2024 10:00Í smiðjunni lærum við að gera lauf og regnboga með macramé hnýtingaraðferðinni. Þátttakendur fá að prufa sig áfram með efnið, fá kennslu í hnýtingum og leiðbeiningar um hvernig þeir vilja að verkið líti út að lokum.
Smiðjan hentar krökkum á aldrinum 8-12 ára sem hafa áhuga á að skapa og vinna með höndunum. Handavinnukunnátta er ekki nauðsynleg.
Í macramé eru mistök velkomin, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við en jafnframt er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram. Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri.
Aldursviðmið: 8-12 ára. Takmörkuð pláss í boði og skráning því nauðsynleg. Skráning fer fram á sumar.vala.is
Smiðjustjóri:
Smiðjustjóri er Hera Sigurðardóttir, eigandi Flóðs & fjöru, hannyrðastúdíós. Hera er með menntun í mannfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum en frá 2002-2015 starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem frístundaráðgjafi og verkefnastjóri á leikjanámskeiðum, í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Auk þess að hafa verið stundakennari í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hera hefur mikla reynslu af því að valdefla og leiðbeina hópum og einstaklingum og ná fram sköpunarkraftinum og leikgleðinni.
Nánari upplýsingar:
Eva Dögg Diego Þorkelsdóttir, upplýsingafræðingur
evadogg@mos.is | 566 6822
Til bakaSmiðjan hentar krökkum á aldrinum 8-12 ára sem hafa áhuga á að skapa og vinna með höndunum. Handavinnukunnátta er ekki nauðsynleg.
Í macramé eru mistök velkomin, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við en jafnframt er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram. Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri.
Aldursviðmið: 8-12 ára. Takmörkuð pláss í boði og skráning því nauðsynleg. Skráning fer fram á sumar.vala.is
Smiðjustjóri:
Smiðjustjóri er Hera Sigurðardóttir, eigandi Flóðs & fjöru, hannyrðastúdíós. Hera er með menntun í mannfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum en frá 2002-2015 starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem frístundaráðgjafi og verkefnastjóri á leikjanámskeiðum, í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Auk þess að hafa verið stundakennari í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hera hefur mikla reynslu af því að valdefla og leiðbeina hópum og einstaklingum og ná fram sköpunarkraftinum og leikgleðinni.
Nánari upplýsingar:
Eva Dögg Diego Þorkelsdóttir, upplýsingafræðingur
evadogg@mos.is | 566 6822