logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

VIO í Bókasafninu

08/04/2015
Hljómsveitin VIO og 10. bekkingar Lágafellsskóla og Varmárskóla áttu saman sérlega skemmtilega stund í Bókasafninu föstudaginn 27. mars.

Hljómsveitina skipa fjórir ungir menn úr Mosfellsbæ.

Þeir eru Magnús Thorlacius söngvari, gítarleikari og lagasmiður.

Páll Cecil Sævarsson trommuleikari, Kári Guðmundsson bassaleikari og Yngvi Rafn Garðarsson Holm gítarleikari.

Hljómsveitin VIO skaust hratt upp á stjörnuhimininn á síðasta ári þegar hún var tilnefnd sem „Bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaununum.

Þá varð VIO sigurvegari Músiktilrauna 2014 í Hörpu og Magnús var valinn söngvari Músiktilrauna.

Um síðustu jól kom út plata þeirra Dive in sem varð plata vikunnar á Rás tvö þar sem lagið Liðnar árstíðir hoppaði beint í 11. sætið á vinsældalistanum.

Hljómsveitarmeðlimir spjölluðu við krakkana um VIO og tónlist almennt, svöruðu spurningum og tóku lagið í lokin.

Bókasafnið þakkar þeim afar jákvæð samskipti.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira