logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Frá opnun sýningarinnar Tölt um tilveruna

27/06/18Frá opnun sýningarinnar Tölt um tilveruna
Tölt um tilveruna, einkasýning Guðrúnar Hreinsdóttur, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar síðastliðinn föstudag. Verkin á sýningunni eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Listakonan bauð upp á hvítvín og súkkulaði, gos og snakk og var það kærkomið fyrir sýningargesti sem voru sumir hverjir enn í sárum eftir tapleik íslenska landsliðsins í fótbolta. Við hvetjum fólk til að tölta yfir í Listasal Mosfellsbæjar og kíkja á verk Guðrúnar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og lýkur 27. júlí.
Meira ...

Vinningshafi í maígetraun Bókasafnsins

25/06/18Vinningshafi í maígetraun Bókasafnsins
Nú er barnagetraun Bókasafnsins komin í sumarfrí. Síðasti vinningshafi vetrarins var Ásgerður Erla Elínborgardóttir, 11 ára. Hún fékk í verðlaun nýjustu bók Ævars vísindamanns, Ofurhetjuvíddina.
Meira ...

Tölt um tilveruna - sýningaropnun föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18

20/06/18Tölt um tilveruna - sýningaropnun föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18
Föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18 verður sýning Guðrúnar Hreinsdóttur, Tölt um tilveruna, opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Guðrún er myndlistarkona og læknir. Hún hefur lagt stund á leirlist og gefið út ljóð en seinni ár einbeitt sér að vatnslitaverkum. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Hún sýndi m.a. verk fyrir hönd Íslands í NAS (Nordiska Akvarellsällskapet) á 18. sýningu ECWS (European Confederation of Watercolour Societies) á Spáni árið 2015
Meira ...

Ritlistarnámskeið 2018

15/06/18Ritlistarnámskeið 2018
Bókasafn Mosfellsbæjar bauð fjórða árið í röð til ritlistarnámskeiðs fyrir 10-12 ára börn. Námskeiðið var haldið 11.-13. júní í safninu og leiðbeinandi var Davíð Stefánsson rithöfundur. Fjórtán krakkar tóku þátt að þessu sinni og var þeim uppálagt að taka sér ýmislegt skemmtilegt og spennandi fyrir hendur til að örva sköpunargáfuna. Að námskeiði loknu var foreldrum boðið til útskriftar þar sem börnin lásu úr verkum sínum og fengu afhent viðurkenningarskjöl.
Meira ...

Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar

06/06/18Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta þriðjudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur fyrir sumarlestrarkrakkana í Bókasafninu kl. 14.00. Við hittumst og spjöllum; leysum þrautir og drögum út happdrættisvinninga. Þriðjudaginn 5. júní kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru: Salmah Khalid, Katla Sólborg og Bryndís Bogadóttir. Við tókum tvær hópmyndir og skemmtum okkur við að hafa eina grínmynd. Næst hittumst við þriðjudaginn 3. júlí kl. 14.00.
Meira ...

Sumar í brennidepli

05/06/18Sumar í brennidepli
Sumarið er tíminn ... Sumar bækur gleymast á meðan aðrar bækur koma á óvart, en sumum bókum er bara ekki veitt athygli. Á þessum árstíma leita margir í að lesa annars konar bækur en að vetri til, oft eitthvað meira léttmeti sem hægt er að taka með sér í fríið eða til lesa þegar rigningin ræður ríkjum. Fólk sem er í námi eða krefjandi vinnu hefur ekki alltaf tóm til að lesa á veturna og nýtur þess því frekar yfir sumartímann. En stundum er erfitt að finna lesefni. Því ekki að láta slag standa og taka bækur sem tengjast sumrinu? Sögur með einhvers konar tilvísun í sumar eða þær sem gerast að sumri er sá flokkur sem nú er í brennidepli - og það að gefnu tilefni, því nú er komið sumar - samkvæmt íslensku dagatali.
Meira ...

9. bekkur í heimsókn í Bókasafninu

01/06/189. bekkur í heimsókn í Bókasafninu
Þriðjudaginn 29. maí komu allir 9. bekkingar bæjarins í heimsókn í Bókasafnið. Tilgangurinn var að hitta tvo þaulreynda og skemmtilega fyrirlesara; ræða um sjálfsmynd og að gefast ekki upp þó á móti blási. Kristín Tómasdóttir spjallaði við stelpurnar en Bjarni Fritzson hitti strákana. Kristín og Bjarni eru bæði sálfræðimenntuð og hafa skrifað margar bækur um og fyrir unglinga sem allar er að finna í Bókasafninu. Takk fyrir komuna krakkar. Hlökkum til að sjá ykkur í safninu.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira