logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Landvörður heldur sýningu

18/02/20Landvörður heldur sýningu
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 14. febrúar sl. Fyrrum Mosfellingurinn Stefanía Reynisdóttir sýnir málverk og grafísk verk sem eru innblásin af jöklum. Stefanía býr nú í Öræfasveit undir Vatnajökli og starfar þar sem landvörður og jöklaleiðsögumaður. Hún er í miklu návígi við viðfangsefnið og miðlar því á sinn eigin hátt í myndlistinni. Kraftur og fegurð jöklanna er túlkuð með flæðandi og draumkenndum flötum og samspil blárra, hvítra og grátóna lita er áberandi. Sýningin stendur yfir til 13. mars.
Meira ...

Vinningshafi í getraun Bókasafnsins

10/02/20Vinningshafi í getraun Bókasafnsins
Steinunn Davíðsdóttir datt í lukkupottinn og er vinningshafi í barnagetraun Bókasafnsins þennan mánuðinn. Hún fær í verðlaun bókina Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Steinunni finnst gaman að lesa og er tíður gestur hér í safninu. Hún er einnig mikil listakona; málar myndir, lærir leiklist og spilar á selló. Við óskum Steinunni innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana næst þegar hún mætir til okkar í safnið 😊
Meira ...

Febrúargetraunin

10/02/20Febrúargetraunin
Nú er barnagetraunin farin í hundana. Kíkið til okkar og svarið fisléttum spurningum um hunda og heppnin gæti verið með ykkur. Einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun. Getraunin er á sínum stað í barnadeildinni og starfsfólk safnsins alltaf tilbúið til að aðstoða.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira