logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Bókasafnið verður opnað mánudaginn 4. maí

23/03/20Bókasafnið verður opnað mánudaginn 4. maí
Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verður Bókasafn Mosfellsbæjar lokað frá og með 24. mars og gildir lokunin til 4. maí næstkomandi nema annað sé gefið út.
Meira ...

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.

20/03/20Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.
Meira ...

Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði

17/03/20Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði
Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði. Emma Natalía var ein af þeim en hún er vinningshafinn að þessu sinni. Emma er nemandi í Lágafellsskóla, mikill lestrarhestur og dansar ballet í frístundum. Í verðlaun hlýtur Emma nýjustu bókina í Ljósaseríunni, Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Innilega til hamingju, Emma! 😊
Meira ...

Frestun viðburðar um ævintýri Tinna

13/03/20
Áður auglýstum viðburði með Gísla Marteini um ævintýri Tinna, hefur verið frestað um óákveðinn tíma í ljósi samkomubanns.
Meira ...

Marsgetraunin

02/03/20Marsgetraunin
Úlfar eru komnir á kreik í safninu og best að hafa varann á sér! Ef þú vilt eiga kost á því að vinna bók getur þú komið við hjá okkur í barnadeildinni og tekið þátt í barnagetrauninni. Það eina sem þú þarft að gera er að svara þremur spurningum um úlfa og setja svarblaðið í gráa póstkassann. Við drögum út einn heppinn þátttakanda í byrjun apríl. Ekki hika við að fá aðstoð hjá starfsfólki safnsins.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira