13/12/16
Laugardaginn 10. desember opnaði Andrea Arnarsdóttir sýningu sína ,,Back up“ í Listasal Mosfellsbæjar.
Á sýningunni eru ljósaverk, en Andrea hefur unnið mikið með hvernig ljós getur haft áhrif á það hvernig við skynjum umhverfi okkar. Með ljósi er hægt að breyta dýptar- og litarskynjun okkar.
Andrea Arnarsdóttir er fædd árið 1991 og alin upp í Mosfellsbæ. „Back up“ er fyrsta einkasýning Andreu síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2015.
Meira ... 12/12/16
Vinningshafinn í nóvembergetrauninni var Lovísa Rún Sverrisdóttir. Lovísa Rún er 13 ára stelpa í Varmárskóla. Hún fékk í verðlaun bókina Skóladraugurinn eftir Ingu M. Beck en sú bók hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár. Lovísa Rún hefur gaman af því að lesa og nefnir sérstaklega höfundana Jacqueline Wilson og Gunnar Helgason.
Meira ... 09/12/16
Rússneskar bókmenntir eru verk rituð á rússneskri tungu og má rekja allt frá upphafi kristni. Bókmenntasaga Rússa hefur verið óvenjuleg og mótsagnakennd í gegnum tíðina, og hér verður stilkað á stóru.
Miklir umbrotatímar í Rússlandi hafa valdið því að hægt er að skipta sögunni í fjögur tímabil, gamla Rússland, keisaratímabilið, Októberbyltinguna og gömlu Sovétríkin. Þessar sviptingar í sögu landsins hafa haft mikil áhrif á bókmenntirnar.
Rithöfundar sem skrifa á rússnesku eiga mjög stóran lesendahóp. Þeir eru búsettir víða í löndum fyrrverandi Sovétríkjanna, eins og Hvíta Rússlandi og Úkraínu. Einnig býr fjöldi rithöfunda sem fæddir eru í Rússlandi í Evrópu, Norður Ameríku, Ísrael og víðar.
Meira ... 02/12/16
Nú er hægt að taka þátt í desembergetraun Bókasafnsins. Í barnahorninu okkar eru þátttökuseðlar með þremur laufléttum spurningum. Til að eiga möguleika á að vinna þarf að svara þessum spurningum rétt, merkja seðilinn vel og vandlega og setja í græna póstkassann. Í byrjun nýs árs fær eitt heppið barn bók í verðlaun. Endilega látið vini ykkar vita, skundið á Bókasafnið og verið með!
Meira ... 29/11/16
Miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 20:00 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar.
Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Meira ... 18/11/16
Listaskóli Mosfellsbæjar hélt afmælistónleika í Bókasafninu fimmtudaginn 17. nóvember, en um þessar mundir eru 50 ár frá því að stofnaður var tónlistarskóli í Mosfellsbæ.
Kennarar skólans léku og sungu listavel og fögnuðu gestir vel og innilega.
Meðal gesta var Salóme Þorkelsdóttir, heiðursborgari Mosfellsbæjar, en hún átti sæti í fyrstu skólanefnd Tónlistarskólans.
Meira ... 18/11/16
Metaðsókn var að bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár, sem boðið var til þriðjudaginn 15. nóvember. Samtals voru um 310 manns í salnum, að höfundum og starfsmönnum meðtöldum. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld og þekkingu á bókunum sem lesið var úr.
Meira ... 15/11/16
BÓKASAFNINU VERÐUR LOKAÐ KL.17:30 Í DAG VEGNA BÓKMENNTAKVÖLDS
Meira ... 04/11/16
Nú er orðið ljóst hver sigraði í októbergetraun Bókasafnsins. Það var hin átta ára Þórný Pálmadóttir sem datt í lukkupottinn og fékk hún í verðlaun bókina Lukka og hugmyndavélin eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Loga Jes Kristjánsson. Þórný kemur oft í safnið og les mikið.
Meira ... 04/11/16
Laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00 opnar Árni Rúnar Sverrisson málverkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir NÁTTÚRA og er á henni að finna myndir sem túlka þau áhrif sem litbrigði og form frumgróðurs jarðar hafa haft á Árna Rúnar. Það er ekki síst fegurð hins mjúka og smáa sem heillar Árna og sýna myndirnar ótrúlega næmni fyrir litbrigðum.
Meira ... Síða 1 af 7