logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Litríkur lopi

23/08/19Litríkur lopi
Margmenni var við opnun sýningar Gerðar Guðmundsdóttur Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar 16. ágúst sl. Á sýningunni eru textílverk gerð úr íslenskri ull og er leikgleðin og litadýrðin í forgrunni. Sýningin er hönnuð með þarfir blindra og sjónskertra í huga. Heiti verka og texti um sýninguna er á blindraletri, notast er við andstæða og bjarta liti og síðast en ekki síst má upplifa öll verkin með snertingu. Ljóst var strax á fyrstu dögum sýningarinnar að börn hafa sérstaklega gaman af verkunum og kunna að meta að mega snerta þau. Við hvetjum fólk til að láta þessa litríku og glaðlegu sýningu ekki framhjá sér fara. Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 13. september.
Meira ...

Skynjun - Má snerta - Sýningaropnun föstudaginn 16. ágúst kl. 16-18

13/08/19Skynjun - Má snerta - Sýningaropnun föstudaginn 16. ágúst kl. 16-18
Skynjun - Má snerta Myndlist fyrir blinda og sjónskerta. Gerður Guðmundsdóttir (f. 1945) opnar sýninguna Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 16. ágúst kl. 16-18. Gerður lauk prófi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan. Hún hefur búið víðs vegar um heim og sótt innblástur í handverk ólíkra þjóða. Helsti efniviður hennar hefur verið íslenska ullin sem hún vinnur á ýmis konar spennandi máta. Á sýningunni Skynjun – Má snerta er brotin sú almenna regla að ekki megi snerta listaverkin. Sýningargestir eru þvert á móti hvattir til að snerta verkin og skynja þau með snertingu. Sýningin er sérstaklega hönnuð með þarfir blindra og sjónskerta í huga en aðrir sýningargestir geta að sjálfsögðu einnig notið verkanna og eru allir velkomnir.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira