logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Tæknileg vandamál

29/12/20
Tæknin er eitthvað að stríða okkur þessa dagana og póstar til lánþega um vanskil og að skiladagur nálgast eru ekki að sendast út. Við hvetjum ykkur til að kíkja á stöðuna á ykkar lánum á leitir.is eða hringja í okkur (s. 566 6822) ef þið eruð óviss um skiladag og þurfið framlengingu.
Meira ...

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

16/12/20Afgreiðslutími yfir hátíðarnar
Afgreiðslutími Bókasafnsins yfir jól og áramót
Meira ...

Bókasafn Mosfellsbæjar hefur nú hafið útlán á spilum!

14/12/20Bókasafn Mosfellsbæjar hefur nú hafið útlán á spilum!
Bókasafn Mosfellsbæjar hefur nú hafið útlán á spilum! Þetta eru barna- og fjölskylduspil, glæný jafnt sem gömul klassík, og tilvalið að grípa í núna á aðventunni. Spilin eru lánuð út í 14 daga í senn.
Meira ...

Andstæður í Listasal Mosfellsbæjar

20/11/20Andstæður í Listasal Mosfellsbæjar
Mánudaginn 23. nóvember nk. opnar Vatnslitafélag Íslands sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir Andstæður og það er jafnframt þema hennar. Vatnslitafélag Íslands er nýstofnað og öflugt félag um 200 vatnslitamálara.
Meira ...

BÓKASAFNIÐ OPNAÐ 18. NÓVEMBER

18/11/20BÓKASAFNIÐ OPNAÐ 18. NÓVEMBER
Bókasafn Mosfellsbæjar var opnað að nýju miðvikudaginn 18. nóvember. Vegna tilskipana um sóttvarnir takmarkast fjöldi við 10 manns til og með 9. desember. Gestir eru hvattir til að sinna erindum sínum hratt og skilmerkilega svo fleiri komist að. Lessvæði er lokað og viðburðum hefur verið frestað. Athugið að grímuskylda er í safninu. Einstaklingar með hita, hósta, kvef og/eða önnur flensueinkenni haldi sig heima.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar enn lokaður

06/11/20Listasalur Mosfellsbæjar enn lokaður
Listasalur Mosfellsbæjar hefur verið lokaður um skeið í samræmi við tilmæli Almannavarna um heftingu kórónuveirunnar. Ekki var því möguleiki að opna sýningu Helgu Matthildar Viðarsdóttur, listamanns Listar án landamæra 2020, fyrir almenningi.
Meira ...

Bókasafnið lokað vegna Covid til 17. nóvember

02/11/20Bókasafnið lokað vegna Covid til 17. nóvember
Í samræmi við ný tilmæli vegna kórónuveirufaraldursins verður Bókasafn Mosfellsbæjar lokað til 17. nóvember. Engar sektir reiknast á safngögn með skiladag á lokunartímabilinu. Við bendum fólki á að senda fyrirspurnir: - í síma 566 6822 milli kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga - með tölvupósti á bokasafn@mos.is Við erum öll almannavarnir.
Meira ...

Hægt að panta safnefni

19/10/20Hægt að panta safnefni
Bókasafn Mosfellsbæjar verður áfram lokað til 17. nóvember, en nú gefst kostur á að panta safngögn á leitir.is og sækja í safnið. Þú finnur bókina, tímaritið, bíómyndina eða annað og tekur frá á leitir.is, sjá leiðbeiningar: Frátekt/pöntun
Meira ...

Áfram lokað vegna Covid

19/10/20Áfram lokað vegna Covid
Í samræmi við ný tilmæli vegna kórónuveirufaraldursins verður Bókasafn Mosfellsbæjar lokað til 3. nóvember. Engar sektir reiknast á safngögn með skiladag á lokunartímabilinu. Við bendum fólki á að senda fyrirspurnir: - í síma 566 6822 milli kl. 9:00 og 16:00 alla virka daga - með tölvupósti á bokasafn@mos.is Við erum öll almannavarnir.
Meira ...

Lokun vegna Covid-19

08/10/20Lokun vegna Covid-19
Í samræmi við ný tilmæli vegna kórónuveirufaraldursins verður Bókasafn Mosfellsbæjar lokað frá 8. október til 19. október. Engar sektir reiknast á lánsgögn með skiladag á lokunartímabilinu. Við bendum fólki á að senda fyrirspurnir: - í síma 566 6822 milli kl. 9:00 og 16:00 alla virka daga - með tölvupósti á bokasafn@mos.is
Meira ...

Síða 1 af 4

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira