logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar

20/11/2015

Árlegt bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið þriðjudaginn 10. nóvember. Að þessu sinni kynntu bækur sínar rithöfundarnir Auður Jónsdóttir með bókina Stóri Skjálfti, Árni Bergmann með sjálfsævisögu sína -  Eitt á ég samt : endurminningar, Bjarki Bjarnason með skáldsöguna Spiritus fossis : saga með myndum, Jón Kalman Stefánsson með Eitthvað á stærð við alheiminn : ættarsaga og loks Kristín Helga Gunnarsdóttir með sína fyrstu bók fyrir fullorðna Litlar byltingar : draumar um betri daga. Katrín Jakobsdóttir, bókmenntafræðingur, stýrði kvöldinu eins og undanfarin ár og léku bæði stjórnandi og rithöfundar á alls oddi.  Á undan dagskránni fluttu Gunnar Hilmarsson, gítarleikari, Ingrid Örk Kjartansdóttir söngkona og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari lög af nýjum diski sem nefnist Húsið sefur og geymir sönglög eftir Leif Gunnarsson við ljóð þekktra skálda.

Að venju var bekkurinn þétt setinn, ekki færri en 250 manns mættir og skemmtu sér konunglega. Að venju voru kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira