logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - EMM – „Mörður hét maður...“ - frá opnun

19/12/2017
Það var margt um manninn á opnun sýningarinnar EMM – „Mörður hét maður...“ í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 2. desember. Þar sýnir Kristín María Ingimarsdóttir málverk og hreyfimyndir sem innblásin eru af handriti Njálu og upphafsstöfum þess. Á opnuninni var boðið upp á léttar veitingar, m.a. M&M sem rímaði vel við heiti sýningarinnar. Dóttir Kristínar, Guðrún Ýr, söng og spilaði á flygilinn og meðlimir kórsins Söngfjelagið tóku lagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 30. desember. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira