logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Árni Bartels opnar sýningu í Listasal Mosfellsbæjar 26. nóvember kl. 14 - 16.

26/11/2019
Laugardaginn 30. nóvember kl. 14-16 opnar Árni Bartels í Listasal Mosfellsbæjar sýninguna Heilaðu eigið gral á 12 mínútum.

Árni Bartels fæddist árið 1978 og býr í Mosfellsbæ. Hann lærði við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og bjó í fimm ár í Gautaborg þar sem hann rak m.a. eigið gallerí. Hann hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis, en þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur sýningu í Listasal Mosfellsbæjar.

Árni Bartels málar abstraktmyndir og vinnur að mörgum tuga verka í einu. Í sköpunarferlinu er hann sífellt að endurskapa verkin, bætir við nýju lagi eða pússar myndflötinn niður og skyggnist þá aftur á bak í tímann. Mörg ár geta liðið áður en hvert verk hefur náð lokamynd sinni. Myndir Árna eru fullar af andstæðum. Þær sýna stóra og groddalega fleti sem nostrað hefur verið við af nákvæmni, jafnt sem æpandi liti í samspili við mjúk blæbrigði náttúrulita. Heiti sýningarinnar vísar í hraðsoðnar aðferðir nútímamannsins til að bæta sig og eflast án mikillar fyrirhafnar.

Sýningin er opin kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 27. desember. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira