logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinningshafi í getraun Bókasafnsins

09/12/2019
Snorri Guðmundsson er vinningshafinn í barnagetraun Bókasafnsins að þessu sinni. Snorri er 8 ára gamall og er nemandi í 3. bekk í Varmárskóla. Snorra finnst mjög gaman að lesa og uppáhaldsbókin hans er Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason. Í jólafríinu ætlar Snorri að hafa það náðugt og nýta tímann til að lesa og hafa það huggulegt heima. Í verðlaun fær Snorri bókina Stúfur hættir að vera jólasveinn eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur.
Til lukku, Snorri!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira