logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn tókst með eindæmum vel

13/01/2020
Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn var haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 11. janúar fimmta árið í röð og tókst með eindæmum vel.
Frábær þátttaka og mikið fjör þar sem allir höfðu gaman af, bæði börn og foreldrar. 132 bækur skiptu um eigendur þennan dag. Krakkarnir fóru ánægðir heim með nýjan bókafeng og bókamerki Litla skiptibókamarkaðarins í farteskinu.

Endurtökum leikinn að ári, sjáumst hress.
Með kveðju, starfsfólk Bókasafnsins.LITLI SKIPTIBÓKAMARKAÐURINN 2020

„Þín bók, mín bók – bækurnar okkar“


Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira