logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fjör í vetrarfríi og leikfangaskiptimarkaður

27/10/2023
Það er nóg um að vera í bókasafninu þessa dagana á meðan á vetrarfríinu stendur.
Það var mikil og góð stemning í Álasmiðjunni í gær en þar lærði hópur af börnum allt um ála í gegnum sköpun og var lokaafurðin risa álaskúlptúr.
Í dag stendur börnum til boða að koma í fjölnotasal safnsins og föndra sér pappírsbangsa í hlýlegri haustpeysu. Í salnum er allt til alls; efniviður, tæki og tól, ásamt góðum leiðbeiningum. Í safninu má einnig finna leikfangaskiptimarkað en þangað eru öll leikföng velkomin svo lengi sem þau eru heil og hrein 😃
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira