logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Höfundar sækja safnið heim

27/11/2023
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið miðvikudaginn 15. nóvember 2023.
Fimm höfundar lásu upp úr verkum sínum og tóku þátt í umræðum sem Sunna Dís Másdóttir, skáld og gagnrýnandi Kiljunnar, stýrði.

Rithöfundarnir sem sóttu bókasafnið heim voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir (Duft) Friðgeir Einarsson (Seratónínendurupptökuhemlar), Guðmundur Pétursson (Öll nema fjórtán: sögur úr Vesturbænum og víðar), Sverrir Norland (Kletturinn) og Sólveig Pálsdóttir (Miðillinn). Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Ævar Örn Sigurðsson ljúfa tóna á gítar og bassa. Var það mál manna að kvöldið væri einstaklega vel heppnað.

Laugardaginn 18. nóvember var svo komið að Bókmenntahlaðborði barnanna. Þrír stórskemmtilegir höfundar kynntu og lásu úr nýútkomnum bókum sínum, gestum til mikillar ánægju og skemmtunar. Þetta voru þau Yrsa Þöll Gylfadóttir (Bekkurinn minn: Bumba er best!), Eva Rún Þorgeirsdóttir (Hættuför í huldubyggð) og Sævar Helgi Bragason (Hamfarir).
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira