logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Septembergetraunin

06/09/19Septembergetraunin
Barnagetraunin er loksins komin úr sumarfríi og lofar spennandi spurningum í vetur! Að þessu sinni spyrjum við um þekktar kisur í Bókasafninu sem þið hafið örugglega mörg hver rekist á áður. Nú er um að gera að taka þátt og setja nafnið sitt í pottinn – einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun.
Meira ...

Uppskeruhátíð Sumarlestrar 2019

06/09/19Uppskeruhátíð Sumarlestrar 2019
Uppskeruhátíð Sumarlestrar var haldin fimmtudaginn 5. september. Skráningin í ár var mjög góð en um 250 börn voru skráð í Sumarlesturinn. Mikil ánægja var hjá foreldrum að fá kærkomið tækifæri til að hvetja börnin til lestrar og viðhalda þeirri lestrarhæfni sem þau hlutu um veturinn. Við buðum upp á hitting einu sinni í mánuði yfir sumarið þar sem þau komu sem gátu, þá var dregið í happdrætti og þrautir leystar.
Meira ...

Litríkur lopi

23/08/19Litríkur lopi
Margmenni var við opnun sýningar Gerðar Guðmundsdóttur Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar 16. ágúst sl. Á sýningunni eru textílverk gerð úr íslenskri ull og er leikgleðin og litadýrðin í forgrunni. Sýningin er hönnuð með þarfir blindra og sjónskertra í huga. Heiti verka og texti um sýninguna er á blindraletri, notast er við andstæða og bjarta liti og síðast en ekki síst má upplifa öll verkin með snertingu. Ljóst var strax á fyrstu dögum sýningarinnar að börn hafa sérstaklega gaman af verkunum og kunna að meta að mega snerta þau. Við hvetjum fólk til að láta þessa litríku og glaðlegu sýningu ekki framhjá sér fara. Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 13. september.
Meira ...

Skynjun - Má snerta - Sýningaropnun föstudaginn 16. ágúst kl. 16-18

13/08/19Skynjun - Má snerta - Sýningaropnun föstudaginn 16. ágúst kl. 16-18
Skynjun - Má snerta Myndlist fyrir blinda og sjónskerta. Gerður Guðmundsdóttir (f. 1945) opnar sýninguna Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 16. ágúst kl. 16-18. Gerður lauk prófi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan. Hún hefur búið víðs vegar um heim og sótt innblástur í handverk ólíkra þjóða. Helsti efniviður hennar hefur verið íslenska ullin sem hún vinnur á ýmis konar spennandi máta. Á sýningunni Skynjun – Má snerta er brotin sú almenna regla að ekki megi snerta listaverkin. Sýningargestir eru þvert á móti hvattir til að snerta verkin og skynja þau með snertingu. Sýningin er sérstaklega hönnuð með þarfir blindra og sjónskerta í huga en aðrir sýningargestir geta að sjálfsögðu einnig notið verkanna og eru allir velkomnir.
Meira ...

„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ - Sýningaropnun föstudaginn 12. júlí kl. 16 - 18.

08/07/19„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ - Sýningaropnun föstudaginn 12. júlí kl. 16 - 18.
Föstudaginn 12. júlí kl. 16-18 verður ný sýning opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir „Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ en titillinn er vísun í ljóð eftir Huldu skáldkonu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind). Að sýningunni standa tvær ungar listakonur, Harpa Dís Hákonardóttir (1993) og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994) sem báðar útskrifuðust í vor frá myndlistardeild LHÍ. Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er hluti af rannsóknarverkefni þeirra sem ber heitir Farsæl, fróð og frjáls þar sem skyggnst er inn í líf og list Huldu skáldkonu og skoðuð áhrif hennar á íslenska menningararfleifð. Verkefnið hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Meira ...

Áfram Sumarlestur!

05/07/19Áfram Sumarlestur!
Fyrsta fimmtudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur í Bókasafninu kl. 14.00 fyrir sumarlestrarkrakkana. Við spjöllum, leysum þrautir, drögum út happdrættisvinninga og lesum fyrir krakkana. Fimmtudaginn 4. júlí kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru Emilía Rán, Sóldís Lilja og Edda. Næst hittumst við fimmtudaginn 1. ágúst kl. 14.00. Þegar hafa 360 krakkar skráð sig í Sumarlesturinn og enn er hægt að skrá sig til leiks. Áfram Sumarlestur!
Meira ...

Ritsmiðja 2019

19/06/19Ritsmiðja 2019
Bókasafn Mosfellsbæjar bauð fimmta árið í röð til ritsmiðju fyrir 10-12 ára börn. Smiðjan var haldin 12.-14. júní í safninu og leiðbeinandi var Davíð H. Stefánsson rithöfundur.
Meira ...

Magnaður bútasaumur

14/06/19Magnaður bútasaumur
Föstudaginn sl. opnaði bandaríski textíllistamaðurinn Randa Mulford sýninguna Teppi á veggnum. Á sýningunni eru 16 bútasaumsteppi sem eru hvert öðru tilkomumeira og sýna glöggt þá miklu möguleika sem búa í þessu listformi. Verkunum má skipta í annars vegar margbrotin mynsturverk og hinsvegar verk sem sýna fólk, dýr og staði sem eru listakonunni hugleikin. Höfðu nokkrir sýningargestir á orði að sum verkin væru það nákvæm að þau minntu á ljósmyndir. Við hvetjum áhugasama til að láta þessa sýningu ekki framhjá sér fara. Síðasti sýningardagur er 5. júlí.
Meira ...

Sumarlestur 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar

07/06/19Sumarlestur 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta fimmtudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur í Bókasafninu kl. 14.00 fyrir sumarlestrarkrakkana. Við spjöllum, leysum þrautir, drögum út happdrættisvinninga og lesum fyrir krakkana. Fimmtudaginn 6. júní kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru Anna Marý, Andrea Líf og Embla Karen. Næst hittumst við fimmtudaginn 4. júlí kl. 14.00. Allir krakkar geta skráð sig í Sumarlesturinn hvenær sem er.
Meira ...

Bókaverðlaun barnanna 2019

05/06/19Bókaverðlaun barnanna 2019
Börnum alls staðar á landinu gafst í vor kostur á að kjósa bækur sem þeim þóttu skemmtilegar, áhugaverðar eða góðar af einhverri ástæðu. Þær bækur sem fengu flestar tilnefningar hér í bæ eru: Íslenskar: Siggi sítróna, Þitt eigið tímaferðalag og Lára fer til læknis. Þýddar: Dagbók Kidda klaufa 10 - Leynikofinn, Alein úti í snjónum og Binna B. Bjarna: djúpa laugin.
Meira ...

Síða 3 af 8

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira