logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

BÓKASAFN - Í brennidepli: BANDARÍSKAR BÓKMENNTIR I. hluti

12/09/17BÓKASAFN - Í brennidepli: BANDARÍSKAR BÓKMENNTIR I. hluti
- stiklað á stóru - Bandarískar bókmenntir hafa mótast af sögu landsins, allt frá nýlendutímabilinu að myndun sambandsríkjanna, sem sameinaði þjóðina undir einum fána. Hægt er að rekja bókmenntir þjóðarinnar að upphafi 16. aldar þegar Evrópubúar fluttust búferlum til Norður-Ameríku. Þar var markmið hinna ólíku hópa að skapa fyrirmyndarsamfélög í hinum nýja heimi.
Meira ...

BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara hittist 2. október 2017

12/09/17BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara hittist 2. október 2017
Leshópurinn hittist mánudaginn 2. október kl. 10:30 að Eirhömrum, Hlaðhömrum 2. Fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 10:30 hittumst við og spjöllum um valdar bækur. Allir eldri borgarar velkomnir.
Meira ...

BÓKASAFN - Leikhópurinn Lotta

11/09/17BÓKASAFN - Leikhópurinn Lotta
Það var svo sannarlega líf og fjör í Bókasafni Mosfellsbæjar 25. ágúst síðastliðinn þegar Leikhópurinn Lotta flutti Söngvasyrpu og skemmti 5 ára börnum í bænum með sögum og söng.
Meira ...

LISTASALUR - Að öðru leyti eftir ósk skáldsins

08/09/17LISTASALUR - Að öðru leyti eftir ósk skáldsins
Þann 7. september var opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar sem ber heitið Að öðru leyti eftir ósk skáldsins, sýning um tónleikahald á Gljúfrasteini á fimmta og sjötta áratugnum. Tómas R. Einarsson og Óskar Guðjónsson léku ljúfa tóna fyrir og eftir dagskrá. Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður stjórnar Gljúfrasteins opnaði sýninguna, Sergei Andriashin flutti kveðju frá rússneska sendiráðinu á Íslandi og Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir fjallaði um tilurð sýningarinnar. Tónlistarfólk á vegum rússneska sendiráðsins flutti verk eftir Sergei Rachmaninov og Pjotr Tchaikovsky.
Meira ...

BÓKASAFN - Bókagetraun barnanna er komin úr sumarfríi

08/09/17BÓKASAFN - Bókagetraun barnanna er komin úr sumarfríi
Við í Bókasafni Mosfellsbæjar vonum að þið hafið notið sumarsins og séuð tilbúin í nýja getraun. Á hringborðinu í barnadeildinni er blað með þremur spurningum. Svarið þeim rétt, merkið vel og vandlega og setjið í græna póstkassann. Dregið verður í byrjun október og vinningshafinn fær bók að launum. Gangi þér vel!
Meira ...

BÓKASAFN - HÁTÍÐAROPNUN

25/08/17BÓKASAFN - HÁTÍÐAROPNUN
Bókasafnið verður opið hátíðarhelgina frá kl. 13-17 laugardag og sunnudag. Ragna Fróða verður með leiðsögn um sýningu sína í Listasalnum kl. 14-17 á laugardeginum og með gjörning kl. 15. Verið velkomin.
Meira ...

LISTASALUR - LEIÐSÖGN RÖGNU FRÓÐA

23/08/17LISTASALUR - LEIÐSÖGN RÖGNU FRÓÐA
Ragna Fróða með leiðsögn í Listasalnum laugardaginn 26. ágúst. Listamaðurinn Ragna Fróða býður fólki velkomið á sýningu sína í Listasal Mosfellsbæjar, hún verður með leiðsögn um sýninguna milli kl. 14 og 17. Gjörningur fer fram kl. 15.
Meira ...

BÓKASAFN - LEIKHÓPURINN lOTTA

18/08/17BÓKASAFN - LEIKHÓPURINN lOTTA
Leiksýning fyrir 5 ára börn í Mosfellsbæ Bókasafnið býður öllum 5 ára börnum í Mosfellsbæ að sjá Söngvasyrpu með Leikhópnum Lottu föstudaginn 25. ágúst. Söngvasyrpa er 30 mínútna löng skemmtun þar sem þekktar sögupersónur komað við sögu eins og Rauðhetta og úlfurinn, Gilitrutt og Litla gula hænan svo einhverjar séu nefndar. Sýningarnar eru tvær kl. 10 og kl. 11.
Meira ...

LISTASALUR - OPNUN SÝNINGAR RÖGNU FRÓÐA

14/08/17LISTASALUR - OPNUN SÝNINGAR RÖGNU FRÓÐA
Fjölmenni og frábær stemmning var á opnun sýningar Rögnu Fróða laugardaginn 12. ágúst. Magga Stína og Davíð Þór héldu uppi fjörlegri tónlistardagskrá. Skemmtilegur dagur í alla staði.
Meira ...

BÓKASAFN - MÍN KONA Ólöf Guðný Geirsdóttir

27/07/17BÓKASAFN - MÍN KONA Ólöf Guðný Geirsdóttir
Ólöf Guðný Geirsdóttir fæddist á Breiðabólstað á Álftanesi 9. ágúst 1923. Hún ólst upp á Skólavörðuholtinu, bjó á Njarðargötu 39 og gekk í Austurbæjarskóla. Hún var einstaklega listfeng hannyrðakona og margfaldur meistari í golfi. Fyrst kvenna á Íslandi til að slá holu í höggi.
Meira ...

Síða 3 af 8

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira