logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Lokafundur Leshópsins

16/05/2017
Síðustu ár hefur verið starfandi Leshópur í samstarfi Félags eldri borgara og Bókasafns Mosfellsbæjar.
Hópurinn hittist mánaðarlega frá september til maí. Fastur fundarstaður er á Hlaðhömrum. Sú hefð hefur skapast að lokaskiptið sem hópurinn hittist sé í Bókasafni Mosfellsbæjar og býður safnið heim rithöfundi og einnig er boðið uppá kaffi og eitthvað með því.

Að þessu sinni var það rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir sem sótti hópinn heim. Hópurinn hafði lesið Afleggjarann eftir hana og sumir einnig lesið fleiri bækur hennar. Áttum við öll frábæra stund með Auði Övu og þökkum við henni kærlega fyrir komuna.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira