logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ - Sýningaropnun föstudaginn 12. júlí kl. 16 - 18.

08/07/19„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ - Sýningaropnun föstudaginn 12. júlí kl. 16 - 18.
östudaginn 12. júlí kl. 16-18 verður ný sýning opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir „Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ en titillinn er vísun í ljóð eftir Huldu skáldkonu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind). Að sýningunni standa tvær ungar listakonur, Harpa Dís Hákonardóttir (1993) og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994) sem báðar útskrifuðust í vor frá myndlistardeild LHÍ. Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er hluti af rannsóknarverkefni þeirra sem ber heitir Farsæl, fróð og frjáls þar sem skyggnst er inn í líf og list Huldu skáldkonu og skoðuð áhrif hennar á íslenska menningararfleifð. Verkefnið hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Meira ...

Áfram Sumarlestur!

05/07/19Áfram Sumarlestur!
Fyrsta fimmtudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur í Bókasafninu kl. 14.00 fyrir sumarlestrarkrakkana. Við spjöllum, leysum þrautir, drögum út happdrættisvinninga og lesum fyrir krakkana. Fimmtudaginn 4. júlí kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru Emilía Rán, Sóldís Lilja og Edda. Næst hittumst við fimmtudaginn 1. ágúst kl. 14.00. Þegar hafa 360 krakkar skráð sig í Sumarlesturinn og enn er hægt að skrá sig til leiks. Áfram Sumarlestur!
Meira ...

Ritsmiðja 2019

19/06/19Ritsmiðja 2019
Bókasafn Mosfellsbæjar bauð fimmta árið í röð til ritsmiðju fyrir 10-12 ára börn. Smiðjan var haldin 12.-14. júní í safninu og leiðbeinandi var Davíð H. Stefánsson rithöfundur.
Meira ...

Magnaður bútasaumur

14/06/19Magnaður bútasaumur
Föstudaginn sl. opnaði bandaríski textíllistamaðurinn Randa Mulford sýninguna Teppi á veggnum. Á sýningunni eru 16 bútasaumsteppi sem eru hvert öðru tilkomumeira og sýna glöggt þá miklu möguleika sem búa í þessu listformi. Verkunum má skipta í annars vegar margbrotin mynsturverk og hinsvegar verk sem sýna fólk, dýr og staði sem eru listakonunni hugleikin. Höfðu nokkrir sýningargestir á orði að sum verkin væru það nákvæm að þau minntu á ljósmyndir. Við hvetjum áhugasama til að láta þessa sýningu ekki framhjá sér fara. Síðasti sýningardagur er 5. júlí.
Meira ...

Sumarlestur 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar

07/06/19Sumarlestur 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta fimmtudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur í Bókasafninu kl. 14.00 fyrir sumarlestrarkrakkana. Við spjöllum, leysum þrautir, drögum út happdrættisvinninga og lesum fyrir krakkana. Fimmtudaginn 6. júní kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru Anna Marý, Andrea Líf og Embla Karen. Næst hittumst við fimmtudaginn 4. júlí kl. 14.00. Allir krakkar geta skráð sig í Sumarlesturinn hvenær sem er.
Meira ...

Bókaverðlaun barnanna 2019

05/06/19Bókaverðlaun barnanna 2019
Börnum alls staðar á landinu gafst í vor kostur á að kjósa bækur sem þeim þóttu skemmtilegar, áhugaverðar eða góðar af einhverri ástæðu. Þær bækur sem fengu flestar tilnefningar hér í bæ eru: Íslenskar: Siggi sítróna, Þitt eigið tímaferðalag og Lára fer til læknis. Þýddar: Dagbók Kidda klaufa 10 - Leynikofinn, Alein úti í snjónum og Binna B. Bjarna: djúpa laugin.
Meira ...

9. bekkur í heimsókn í Bókasafninu

04/06/199. bekkur í heimsókn í Bókasafninu
Um árabil hefur Bókasafn Mosfellsbæjar boðið 9. bekkingum í heimsókn. Á því var engin undantekning í ár því miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn komu nemendur úr Varmárskóla og Lágafellsskóla að hitta áhugavert ungt fólk. Það voru þau GDRN og Sprite Zero Klan. Krakkarnir höfðu um margt að spyrja og fengu svör við ótrúlegustu spurningum. Það er gaman frá því að segja að GDRN er fyrrverandi nemandi Varmárskóla og annar meðlimur Sprite Zero Klan er fyrrverandi nemandi Lágafellsskóla. Takk öll fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur í safninu.
Meira ...

Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar

04/06/19Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 7. júní kl. 16-18 opnar Randa Mulford sýninguna Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar. Síðasti sýningardagur er 5. júlí. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Flestir sem þekkja til bútasaumsteppa hugsa líklega um þau sem nytjahluti svo sem rúmteppi, barnateppi og borðdúka. Bútasaumsteppi sem listaverk eru aftur á móti minna þekkt. Þau eru hugsuð til veggskreytinga og við gerð þeirra er gjarnan notað efni og aðferðir sem ekki tíðkast við gerð hefðbundinna, hagnýtra bútasaumsteppa.
Meira ...

Sumarlestur 2019

24/05/19Sumarlestur 2019
Sumarlestur Bókasafns Mosfellsbæjar hefst á morgun. Endilega skráið ykkur!
Meira ...

IBBY á Íslandi gefur 1. bekk bækur

17/05/19IBBY á Íslandi gefur 1. bekk bækur
Í gær komu í heimsókn til okkar hressir krakkar úr 1. bekk í Lágafellsskóla til að taka á móti höfðinglegri gjöf frá IBBY á Íslandi en það er bókin Nesti og nýir skór. Þau fengu líka að heyra af Sumarlestrinum sem fer að byrja á nýjan leik í Bókasafninu og skoðuðu skemmtilega ofurhetjusýningu Atla Más í Listasalnum en þar fór einmitt afhendingin fram.
Meira ...

Síða 1 af 5

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira