logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Vinningshafi októbermánaðar í barnagetrauninni

08/11/19Vinningshafi októbermánaðar í barnagetrauninni
Simmone Gerður datt í lukkupottinn að þessu sinni en hún er vinningshafi októbermánaðar í barnagetrauninni okkar. Í verðlaun fékk hún bókina Lang-elstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur en Bergrún verður einmitt gestur á Bókmenntahlaðborði barnanna hér í Bókasafninu þann 23. nóvember næstkomandi. Simmone þykir afskaplega gaman að lesa og er því tíður gestur hér í safninu. En hún er ekki bara mikill lestrarhestur heldur er hún einnig öflug fótboltakona og æfir fótbolta með Aftureldingu. Við óskum Simmone innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana næst þegar hún mætir í safnið.
Meira ...

Nóvembergetraun

04/11/19Nóvembergetraun
Barnastjörnur, stjörnur til átu og reikistjörnur. Barnagetraunin snýst að þessu sinni um alls kyns stjörnur. Komið við og takið þátt! Að venju hlýtur einn heppinn þátttakandi bók í verðlaun.
Meira ...

Vinningshafi í bangsagetraun Bókasafnsins

01/11/19Vinningshafi í bangsagetraun Bókasafnsins
Það var hann Kári Kristinn sem komst næst því að giska á réttan fjölda gúmmíbangsa í bangsagetrauninni okkar. Í krukkunni voru 423 bangsar sem Kári Kristinn fékk að taka með sér heim og er því vel birgur fyrir komandi nammidaga. Við óskum Kára Kristni innilega til hamingju og vonum að hann njóti 🐻
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira