logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

BÓKASAFN - Regína Ósk og Ari Eldjárn frábær á fyrra Menningarvorinu.

31/03/17BÓKASAFN - Regína Ósk og Ari Eldjárn frábær á fyrra Menningarvorinu.
Ari hóf leikinn og reytti af sér brandarana svo salurinn lá í hlátri. Síðan tóku Regína Ósk og Svenni Þór við með frábæra tónlistardagskrá. Alls komu 230 gestir sem skemmtu sér konunglega og lýstu yfir sérstakri ánægju með kvöldið.
Meira ...

LISTASALUR - Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar - Gaman saman úti!

28/03/17
Miðvikudaginn 29. mars klukkan 20:00 er komið að síðasta opna húsi vetrarins 2016-17 hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar. Ævar Aðalsteinsson frístundafræðingur og verkefnistjóri stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ mun segja frá þeim útvistarmöguleikum sem bjóðast börnum og fjölskyldum þeirra í Mosfellsbæ.
Meira ...

BÓKASAFN - Hundar sem hlusta

24/03/17BÓKASAFN - Hundar sem hlusta
Laugardagurinn 25. febrúar 2017 var skemmtilegur dagur í Bókasafninu. Við fengum tvo fallega hunda frá Vigdísi – Vinum gæludýra á Íslandi. Þeir komu ásamt eigendum og hlustuðu hundarnir andaktugir á unga Mosfellinga lesa. Því miður komust færri að en vildu. Myndirnar sem teknar voru segja meira en þúsund orð.
Meira ...

BÓKASAFN - Fiskabúr og lærdómsaðstaða

15/03/17BÓKASAFN - Fiskabúr og lærdómsaðstaða
Því miður verður Fiskabúrið lokað í nokkra mánuði af óviðráðanlegum ástæðum. Á meðan verður boðið upp á aðstöðu í netkaffinu.
Meira ...

BÓKASAFN - Feiknaglaður febrúarvinningshafi

14/03/17BÓKASAFN - Feiknaglaður febrúarvinningshafi
Freyja Sóley, níu ára stelpa í Varmárskóla, er vinningshafinn okkar í febrúargetrauninni. Spurningarnar voru af ýmsum toga eins og vanalega (spurt var um norræna goðafræði, Múmínálfana og hundinn hans Mikka músar) og Freyja svaraði þeim léttilega. Freyja kemur oft í safnið til okkar og les mikið, ekki síst bækurnar hans Ævars vísindamanns, en hann er uppáhaldsrithöfundurinn hennar.
Meira ...

BÓKASAFN - Mín kona

14/03/17BÓKASAFN - Mín kona
Frá síðari hluta árs 2015 höfum við helgað einn sýningarskáp í Bókasafninu lítilli sýningu sem við köllum Mín kona. Í þessum skáp sýnir núna Þórhildur Pétursdóttir handavinnu og muni frá móður sinni Björgu Sóleyju Ríkarðsdóttur sem fædd var í Reykjavík 27. október 1918. Björg átti heima í Mosfellssveit með hléum í tæpa fjóra áratugi. Hannyrðir léku í höndum hennar og liggja meðal annars eftir hana margir dúkar. Björg Sóley lagði einnig stund á postulínsmálun í Danmörku og sjáum við einn hlut frá henni á sýningunni. Ath. þetta er fyrst og fremst frétt, en gæti einnig verið viðburður ef þér finnst það henta – þessum viðburði á að ljúka 31. Mars.
Meira ...

BÓKASAFN - Í brennidepli: FINNSKAR BÓKMENNTIR

03/03/17BÓKASAFN - Í brennidepli: FINNSKAR BÓKMENNTIR
Finnsk bókmenntasaga samtvinnast sænskum bókmenntum. Frá miðri 13. öld fram til upphafs 19. aldar var Finnland undir stjórn Svía, og sænska var því tungumál yfirstéttarinnar allt að lokum 20. aldarinnar. Bókmenntir Finna eru ekki eingöngu á finnskri og sænskri tungu (finnsk-sænskar bókmenntir), heldur einnig á samísku.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira