logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Vinningshafi í októbergetrauninni

12/11/18Vinningshafi í októbergetrauninni
Max Tristan Antonsson sigraði í októbergetraun Bókasafnsins. Hann er í 3. bekk í Lágafellsskóla og æfir fótbolta í frístundum. Max Tristan heldur mikið upp á bækurnar um Kaftein ofurbrók en finnst Kiddi klaufi líka skemmtilegur. Hann gleymir sér alveg við lesturinn þegar hann kemst í góða bók. Við vonum að það verði einnig raunin með bókina Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar vísindamann en það er einmitt bókin sem hann fékk í verðlaun. Til hamingju, Max Tristan!
Meira ...

Næst er það nóvembergetraunin

06/11/18Næst er það nóvembergetraunin
Í getraun mánaðarins er spurt um ræningjadætur, stráka sem lenda í hversdagsævintýrum og frumskógarkonunga. Taktu þátt með því að mæta í Bókasafnið, fylla út spurningablaðið og setja það í gráa póstkassann. Dregið verður úr réttum svörum í byrjun desember.
Meira ...

Í brennidepli: Myrkir glæpir og enn dekkri sálir

06/11/18Í brennidepli: Myrkir glæpir og enn dekkri sálir
Veturinn nálgast og skammdegið færist yfir, fullkominn tími til að kveikja á kertum og lesa bók sem fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds. Hrollvekja eða taugatrekkjandi spennutryllir í söguformi, eitthvað sem veldur skelfingu, hryllingi eða andstyggð. Slíkar sögur hafa verið sagðar frá örófi alda og hafa verið stór hluti þjóðsagna víðsvegar. Í sögunum má finna yfirnáttúruleg fyrirbæri eins og drauga, nornir og vampírur, eða eitthvað raunsætt sem vekur sálrænan ótta eða spennu hjá lesendum.
Meira ...

Bókmenntahlaðborð barnanna 2018

05/11/18Bókmenntahlaðborð barnanna 2018
Bókmenntahlaðborð barnanna í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 17. nóvember kl. 13.30
Meira ...

Áfram streymir - frá opnun

05/11/18Áfram streymir - frá opnun
Mannmargt var á opnun sýningarinnar Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27. október sl. Þar sýnir Kristín Tryggvadóttir stór blekverk, og vísar titill sýningarinnar í flæði bleksins á myndfletinum. Kristín hefur verið virk í listheiminum í áratugi og sýnt bæði hérlendis og erlendis t.d. á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Verk Kristínar spegla gjarnan áhuga hennar á hinum óræðu og mikilfenglegu náttúruöflum, hinum smæstu og stærstu, þar sem gífurlegir kraftar takast á og skilja eftir sig mikla fegurð. Sýning er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Meira ...

Bókmenntahlaðborð 2018

02/11/18Bókmenntahlaðborð 2018
Bókmenntahlaðborð í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20-22
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira