logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Bókaverðlaun barnanna 2017

27/06/2017
Á hverju ári er börnum gefinn kostur á að velja sínar uppáhaldsbækur. Við í bókasafninu fengum skólana í lið með okkur og nú var í fyrsta skipti líka boðið upp á að kjósa rafrænt. Þær bækur sem voru í mestu uppáhaldi er hægt að sjá á heimasíðunni okkar www.bokmos.is en þrjár þær vinsælustu eru: Vélmennaárásin, Lóa! ástarsæla og Ísdrekinn Blossi úr Óvættafarar seríunni. Þrír heppnir úr grunnskólunum fengu bók og gjafabréf í ísbúð fyrir þátttökuna. Þeir hafa nú allir sótt bækurnar sínar. Hinir heppnu eru Bjarni Freyr 6 ára, Saga Dimmey 9 ára og Stefanía 8 ára. Þetta eru duglegir krakkar sem hafa nóg fyrir stafni í sumar og þar á meðal að lesa. Bestu þakkir öll fyrir þátttökuna og sjáumst í safninu í sumar.

 

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira